8.4.2008 | 09:23
að vera þar sem hlutirnir gerast
er ótrúlega spennandi og það hefur varla verið dauð stund þessi tíu ár sem ég hef tekið þátt í að byggja upp hinn smáa en knáa háskóla á Hólum! Áður starfaði ég við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fylgdi honum eftir inní Listaháskóla Íslands - en á þeim tímamótum var sama þróun í fullum gangi á Hólum og þangað leitaði hugurinn heldur. Kannski vegna þess að það er meiri ögrun að byggja upp háskóla í dreifbýli en borg? En ekki síst vegna þess að hér bauðst mér það tækifæri að beina kröftunum að því að byggja upp rannsóknir og kennslu á sviði sem er að verða sífellt mikilvægara í menningu samtímans - ferðamálum. Ekki nóg með að þetta sé ein helsta atvinnu- og útflutningsgrein landsins - ferðamennska er einn sterkasti menningarstraumur samtímans, lykilþáttur í lífsstíl okkar auk þess að markaðssetning áfangastaðarins Íslands er í sterku samspili við sjálfsmynd þjóðarinnar. Því síðarnefnda eru stjórnvöld að átta sig á, sem sést til dæmis í þeirri vinnu sem lögð hefur verið í að leita að kjörorðum til að kynna Ísland á alþjóðavettvangi. Þau kjörorð sem voru kynnt í gær Kraftur, frelsi, friður höfðuðu strax til mín og þegar ég var að ganga í vinnuna í morgun áttaði ég mig á hversvegna: Ég upplifi þau hér í mínu daglega lífi og starfi.
![]() |
Lítill háskóli í mikilli sókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Fín skrif hjá þér - til hamingju með Hóla, þið eruð á fínni siglingu. Er sammála þér með mikilvægi ferðaþjónustunnar - held að þar séu framtíðartækifæri við hvert fótmál...
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 8.4.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.