Leita í fréttum mbl.is

hundalíf fjölmiðlanna

Birgir Guðmundsson varpaði fram þeirri áhugaverðu spurningu á ráðstefnu hér við Háskólann á Hólum um helgina hvort varðhundar almannahagsmuna (þ.e. fjölmiðlar) gelti síður í litlum samfélögum. Þar var hann að velta því fyrir sér hvort héraðsfréttamiðlar væru of nánir umhverfi sínu til að vera varðhundar. Það hvarflaði að mér að etv. væri þetta of þröngur skilningur á hundalífi fjölmiðilsins; lókalmiðillinn er kannski meira heimilishundur en varðhundur og Birgir benti þá á að hann geltir líklega síður að húsbændum sínum. En það gildir ef til vill ekkert síður um stærri fjölmiðla - eða hvað?

Það sem ég var að pæla í sambandi við heimilishundinn var nú ekki bara geltið - hundavinir vita auðvitað að þeir tjá sig á ýmsa aðra vegu. Þeir setja upp hundshaus, urra, bíta, dingla skottinu, flaðra, sleikja - ég get svarið að ég hef séð hund brosa. Þeir hafa þar að auki hin ýmsu hlutverk; sækja, smala, leita, verja, berjast, leiða og fylgja. Það er nú kannski of í lagt að ætla heimilishundinum það hlutverk fjölmiðla sem Birgir nefndi í sínu erindi samfélagssmíði. En væntanlega býr sá draumur að baki því að halda heimilishund að hann verði til gagns og gleði; ánægður, feldstrokinn, tryggur vinur sem dregur fram það besta í fjölskyldunni og heimilislífinu. Það má kannski líkja því einskonar samfélagssmíði að halda hund.

Auðvitað er sú smíð kannski ekki alltaf völundarsmíð, það getur verið að ábyrgðin á hundahaldinu lendi á fárra höndum og af hljótist missætti á heimili en það er náttúrlega ekki hundinum að kenna. Svo er því oft haldið fram að hundur líkist húsbónda sínum. Það er því áleitin spurning afhverju fjölmiðlahundinum er frekar lýst sem vondum hvutta sem hundelti fólk og við er því búist að varðhundur almannahagsmuna gelti, urri og bíti fremur en að hann þefi, grafi og leiti svo dæmi sé nefnt. Að ekki sé nú minnst á þá tilhneigingu fjölmiðlahvuttans að elta skottið á sjálfum sér. Það er sannarlega að fleiru að huga en varðstöðunni í hundahaldi fjölmiðlunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er vitað mál að fjölmiðlar í litlum samfélögum eiga erfitt með að segja það sem segja þarf, sérstaklega ef þeir eiga allt sitt undir því að yfirvaldið versli við þá, eins og hér.  Allt meira og minna ritskoðað og heimtað að óþægilegar fréttir séu teknar út.  Þannig er nú það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, þessi samlíking við hund örvar sannarlega ímyndunaraflið! Það er líka til máltækið: Hundar sem gelta bíta ekki!

María Kristjánsdóttir, 2.4.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband