Leita í fréttum mbl.is

lífshlaupið

átak lýðheilsustofnunar og fleiri aðila er eiginlega ferlega sniðug og lúmsk hugmynd til að fá fólk til að hreyfa sig. Um þetta leyti eru margir að guggna á nýársheitunum í ræktinni og heilsuátakinu og þá kemur tilboð um að taka sig saman á vinnustaðnum eða vera í einstaklingskeppni við sjálfan sig til að efla heilsuna. Vinnufélagar mínir Sólrún og Guðrún Stefáns komu upp liði á vinnustaðnum - en ég er steinhissa á að ekki skuli vera fleiri lið í Sveitarfélaginu Skagafirði því það er mjög almenn þátttaka í íþróttum og útivist hérna. Kannski er þetta bara orðinn svo fastur liður í lífsstílnum að fólk tekur ekki svona átaksverkefni til sín? Það er þá gott - en mér veitti ekkert af sparki í rassinn, þó hef ég góðan stuðning heima þar sem er íþróttaálfurinn sonur minn að veita aðhald og ráðgjöf svo sú gamla endist nú eitthvað fram á öldina...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er virkilega sniðugt, þó ég hafi ekki látið mig hafa það, en það fær mig allavega til að fara að hugsa um að hreyfa mig. svo þetta virkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Áfram, áfram!

Ábæjarhlaup, Þverárfjallshlaup, Heljardalsheiðarganga, Skagaganga,

Ábæjarhlaup með rafting í bakaleiðinni væri upplagt á heimsvísu svona ámóta og Vasagangan í Svíþjóð.

Brjálæðislegar hugmyndir eru oft bestu hugmyndirnar!

Kveðja í Skagafjörðinn!

Árni Gunnarsson, 5.3.2008 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband