12.2.2008 | 15:18
þorrablót Hóla- og Viðvíkurhreppa
var í Höfðaborg á laugardaginn og ég skemmti mér vel - enda fékk ég að troða upp, herma eftir nágrönnunum og fara með allskonar bull og vitleysu um hagi þeirra, háskólann og hundanna í sveitinni. Þorrablótsnefnd er nefnilega ekki bara ekkert mannlegt óviðkomandi, henni ber skylda til að fylgjast með högum húsdýranna líka. Enda getur það vel farið saman, hamingja manna og dýra.
Hér kemur hver fjölskylda og hennar gestir með sinn þorramat í trogi - stundum slæðist eitthvað óþjóðlegra með í trogið ef útlit er fyrir að gestirnir svelti öðrum kosti. Sést hafa kótelettur, kjúklingalæri og jafnvel flatbökur innan um súra punga, magála og svið!
Eftir borðhaldið og heimalagaða skemmtidagskrá eru tekin upp borðin af dansgólfinu og sett í hliðarsalina og svo er dansað fram á morgun. Höfðaborg er almennilegt félagsheimili með alvöru dansgólfi og það er vel nýtt á svona kvöldi. Eins gott að kvenfólkið er búið að vera að æfa boot camp og karlarnir vanir að glíma við naut og hver annan í bandý þannig að almennt úthald var með betra móti.
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Er á leiðinni á Þorrablót um næstu helgi að Miðgarði í Innri -Akraneshreppi sem er held ég núna orðin Hvalfjarðarsveit.
Edda Agnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 16:36
Takk fyrir síðast þetta var frábært þorrablót. Þú stóðst þig vel í að segja á gaman saman hátt í nágrönum okkar.
kv
Þórður Ingi
Þórður Ingi Bjarnason, 12.2.2008 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.