Leita í fréttum mbl.is

blindsóló er slæm pólitík

Ekki verður þetta upphlaup til að auka traust almennings á stjórnmálamönnum. Ólafur hefur ekki getað bent á neitt bitastætt sem bæri á milli í stefnu hans og fyrrverandi samstarfsaðila - nema að hann hafi ekki fengið nógu mikla nefndasetu eða e-ð. Er það traustvekjandi stjórnmálamaður sem tekur svona ákvörðun án samráðs við fólkið sem hann bauð sig fram með? 2. og 3. maður á lista Frjálslyndra og óháðra (eða öllu heldur Óháðra og frjálslyndra miðað við að flokksaðild frambjóðenda) vissu ekkert af þessu!

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að vaxa af gerðum fólks sem hefur geð í sér til að kaupa aumingja Ólaf með að lofa honum að tylla sér í borgarstjórastólinn smástund, í stað þess að sýna að það geti staðið stjórnmálavaktina hvort sem er í meirihluta eða minnihluta. Það er alveg rétt hjá Steingrími - þó þau ráð komi nú kannski úr óvæntri átt; að menn eigi  að  jafna sig og sleikja sárin í minnihluta og taka því eins og menn.

Nú skal manninn reyna, ég dáist að Margréti Sverrisdóttur, Svandísi Svavarsdóttur og Degi Eggertssyni fyrir að taka þessum ótíðindum með tiltölulegu jafnaðargeði. Haldið kúlinu - þið eruð framtíðarfólk, meira en hægt er að segja um suma í stöðunni.


mbl.is Stjórnarskiptin til marks um örvæntingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Alveg sérstakt að verða þess var að ekki var um að ræða málefnalegan ágreining af Ólafs hálfu - enda ekki búið að reyna á neitt. Vitað það eru auðvitað ekki allir með eins og sömu stefnu þegar 4 framboð koma að verki: - þá þarf að semja um niðurstöðuna og enginn hefur leyfi til að setja öllum hinum stólinn fyrir . . . .

Kjartan Magnússon, Vilhjálmur Þ V og 'Olafur F - auk þess sem Ásta Þorleifsdóttir bætti skrítnum vinkli við skrökið og óheilindin í Silfrinu í dag; Ekki segja bæði Ásta og Kjartan satt!! - - og ekki er alveg gefið að Sveinn A og Margrét Sv. séu bara tapsár; 'Olafur hafði þau greinilega ekki með í ráðum.

Höfum það líka í huga Staksteinn í Hádegismóum er farinn að atyrða Svandís Svavars fyrir að stökkva ekki á vagninn með Sjálfstæðisflokknum - - VG var jú boðið og þar voru í gangi þreifingar. Ég trúi því alveg að það hafi ekki verið rætt við Svandísi sjálfa á síðasta sprettin desperatsins hjá Sjálfstæðisflokknum (en það voru samræður við aðra í VG, kannski Árna þór eða SJS sjálfan??)

Benedikt Sigurðarson, 27.1.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband