Leita í fréttum mbl.is

hræðslan við jafnrétti

tröllríður fjölmiðlum í skammdeginu, margir virðast óttast að valdaskessurnar, ráðynjurnar/ráðskonurnar/ráðfrúrnar taki þá og troði í bleikan eða bláan galla eftir atvikum!

Grínlaust þá er það með ólíkindum hvaða harka hefur hlaupið í nauðvörnina gegn jafnrétti, nýleg dæmi úr umræðunni hér á Íslandi eru menn sem gefa í skyn að ofbeldi gegn feministum sé réttlætanlegt, tala opinberlega um kerlingavæl og gera sig ómerkilega með bröndurum á kostnað kvenna á hátíðastundum.

Því er oft haldið fram að mannfólkið sé haldið djúpstæðri hræðslu við hið óþekkta. Allavega hefur hið óþekkta ástand jafnrétti komið meira við kaunin á mörgum pennanum en hið þekkta ástand misrétti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband