Leita í fréttum mbl.is

fleiri tungumál - fleiri hliðar á hverju máli

það er hollt að minnast þess í umræðu dagsins um tungumál að það var löngum talið fólki til tekna, dæmi um hversu veraldarvant og vel að sér það væri að tala fleiri en eitt tungumál. Sjö tungumál var toppurinn fyrir miðevrópskt menntafólk á nítjándu öld - og í dag heldur fólk sig menntað og hefur ekki vald á nema einu tungumáli fyrir utan sitt móðurmál og varla það?

Hvert tungumál er nálgun og því fleiri sem við höfum því fleiri hliðar birtast okkur á hverju málefni. Það að þurfa að orða hugsun sína þannig að hún skiljist er alltaf áskorun, það er ögrun að rata í því sem Heimir Pálsson einn af mörgum góðum íslenskukennurum kallaði málþoku. Málþokan leggst yfir þegar fólk beitir orðum svo umhugsunarlaust að þau glata merkingu sinni, þegar fólk hættir að vera skapandi í málfari en tyggur allt sömu tugguna. Með þannig veganesti úr móðurmálinu nær fólk engum tökum á nýjum tungum heldur, enda er meint færni íslendinga í ensku verulega orðum aukin.

Það eru forréttindi að eiga fágætt tungumál, það er eitt af því sem gerir okkur gull og gersemi að vera ekki búin að brjóta og týna. Hvað annað gerir okkur sérstök í heimsþorpinu?


mbl.is Íslenskan hefur burði til að verða samskiptamál fjölmenningarsamfélags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband