9.11.2007 | 13:13
málþing til heiðurs Sigríði Sigurðardóttur safnstjóra
Ég er að fara á málþing til heiðurs Sigríði Sigurðardóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga til tuttugu ára. Á meira að segja að flytja nokkur orð en veit varla hvar ég á að byrja né enda því það væri svo margt hægt að segja um Sirrí, hennar störf og hennar miklu hæfileika til að virkja fólk með sér til góðra verka. Þetta gæti orðið langt málþing en örugglega ekki leiðinlegt! Ég er að spá í að hafa þetta lokaorðin í mínu framlagi:
Við getum kallað þá málsvörn hlutanna sem Sirrí er fremst meðal jafningja í einhverjum hversdagslegum fagheitum eins og minjavarsla, rannsóknir, safnastarf, safnfræðsla, kennsla, miðlun menningararfs. Gleymum því samt ekki að þetta er öðrum þræði boðun, boð um að vera með í leiknum, boð um að sjá veisluna, hafa hana í farangrinum og vera þannig í fylgdarliðinu sem ber menningararfinn mann fram af manni á höndum sér. Þetta starf verður aldrei hversdagslegt í meðförum fólks sem vinnur af skilningi á erindi sínu við sögu og samtíma, fólki sem hefur sín markmið skýr fyrir hugskotssjónum og útiljósið alltaf kveikt ef einhvern hlut skyldi bera þar að garði í byljum tímans.Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.