Leita í fréttum mbl.is

lágmark einn í hóp og tveir í lest

segir sig kannski sjálft en í þessari frétt um félagslega einangrun innflytjenda kemur fram atriði sem er ekki bara þeim heldur getur víða verið til vandræða. Krafan um lágmarksfjölda þátttakenda í ýmsum námskeiðum leiðir mjög oft til að áfangar í framhaldsskóla og nauðsynleg endurmenntunarnámskeið eru ekki í boði fyrir fámenna hópa, hvort sem það er vegna fámennis á staðnum eða vegna þess að greinarnar eru fámennar sbr. iðngreinar sem er alltof lítil eftirspurn eftir að læra. Í mörgum tilfellum má leysa þetta með fjarnámi - en í sumum tilfellum á sú aðferð ekki við. Það er nauðsynlegt að setja einhverjar viðmiðanir um að það verði að bregðast við ef einhver þarf á námskeiði að halda að ekki þurfa að bíða endalaust eftir að nógu margir aðrir fáist til að taka það.

Annars er pínu skondið í þessari frétt að því er slegið upp í fyrirsögn að innflytjendur séu félagslega einangraðri úti á landi - en hvar? Könnunin náði bara til deilda úti á landi, hver er samanburðurinn þá? Það fylgir því ákveðin einangrun að flytja úr einu samfélagi í annað, jafnvel innanlands.


mbl.is Innflytjendur einangraðri úti á landi samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband