26.9.2007 | 14:04
handverk og hefðir
ég er á leiðinni á ráðstefnu Heimilisiðnaðarfélagsins Handverkshefð í hönnun , vonandi verður tími til að skoða eitthvað af sýningunum sem eru í tengslum við þetta. Ég ætla að kynna Fornverkaskólann aðeins í leiðinni en sú hugmynd er alveg að gera sig, fullt af fólki vill læra vinnubrögðin sem þarf til að halda við gömlu handverki í byggingalist. Kem við í Glaumbæ til að halda fund í menningar- og kynningarnefnd um safnasvæðið, við þurfum að vinna í því að gera það betur úr garði til að taka við auknum gestakomum. Það dregur ekki úr áhuganum að fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós skála frá landnámsöld. Semsagt, athyglin er á menningararfinn þessa stundina. Svo er Laufskálarétt um helgina, reyndar er hún eiginlega eitt besta dæmið um hvernig hefðir og verkmenning (að smala hrossunum úr afrétt og rétta) verður að viðburði - hátíð í samtímanum.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.