2.9.2007 | 11:26
ég er í fjallaþorpi
litlu, fallegu fjallaþorpi sem er að taka á sig haustblæ. Ég ætla að vera hérna áfram. Í garðinum bakvið næsta hús frýsa tveir brúnir hestar, síðustu ferðamennirnir eru að taka myndir af húsinu á móti - sem er dæmi um forna byggingalist, dómkirkjuklukkurnar hringja til messu og kvöldbæna, ég kemst ekki yfir að nýta öll berin á runnunum eða fara til berja í fjallinu. Það vantar þó það, sem oft sést á póstkortum af svona fallegum fjallaþorpum; gamla fólkið sitjandi á bekk. Það er að vísu bekkur í Biskupagarðinum, en elsti íbúinn er bara rúmlega sextugur og má ekkert vera að því að sitja á bekknum og horfa á sér yngra fólk að leik og störfum. Þetta er nefnilega ekki þorp þar sem sama fjölskyldan býr mann fram af manni, þetta er háskólaþorp þar sem fólk hefur komið í 9 aldir til að læra og vinna en halda svo eitthvað annað. Ungt fólk, vinnukonur og vinnumenn, ráðsmenn og ráðskonur, skólapiltar og nú í seinni tíð háskólanemar af báðum kynjum komu hingað. Sagan segir að það séu ófáar fjölskyldurnar, sem var stofnað til hérna gegnum tíðina. Ég hef heyrt því haldið fram að öll þessi þjóð geti rakið ættir sínar til eins af biskupunum sem hér voru í kaþólskum sið, hvort sem það er nú rétt. Það er ekki nema von að haft sé á orði að fara heim að Hólum.
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Skemmtileg stemningsfull skrif með sögu- og menningarívafi eins og þér einni er lagið... ég hvarf aftur í tímann við lesturinn :)
Jón Þór Bjarnason, 2.9.2007 kl. 20:33
Já ég hef komið heim að hólum, það var virkilega notalegur staður. Gaman að þessari lýsingu hjá þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 16:20
Það er gott að vera hér á Hólum í menningar og sveitasælu.
Þórður Ingi Bjarnason, 7.9.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.