Leita í fréttum mbl.is

Dalirnir heilla

það er að rétt að Dalirnir eiga enn mörg tækifæri inni til uppbyggingar ferðaþjónustu. Nemendur mínir á Ferðamálabraut Hólaskóla gerðu eitt sinn lokaverkefni um Dalina og komust einmitt að sömu niðurstöðu. Fyrir þá sem langar þangað mæli ég með að taka t.d. Sumarið bak við brekkuna eftir Jón Kalmann Stefánsson með sem léttu sumarlesninguna. Ég mæli alveg með ferðalagi þangað og fínt að kíkja á sögukortið til að rifja upp Laxdælu.

Sjálf hef ég oft ferðast um þetta svæði og ætla einmitt í hestaferð þangað seinna í mánuðinum. Við fjölskyldan höfum átt virkilega góða daga í Dölunum; fínar móttökur á Eiríksstöðum þar sem sonurinn fékk á sínum tíma að prófa hringabrynju, sveifla sverði og baka sér flatbrauð, góð gisting á Stóra-Vatnshorni í Haukadal, sundlaugin á Laugum í Sælingsdal er alger perla sem og kirkjan í Hjarðarholti, fari maður Fellsströnd og Skarðsströnd er eins víst að sjá örn! Fínt kaffihús og verslun í Saurbænum og búðin í Búðardal hefur uppá margt að bjóða - en það mættu mín vegna alveg vera fleiri möguleikar á að eyða peningum á ferð um Dalina.

 


mbl.is „Höfum setið eftir í uppbyggingu ferðaþjónustu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála það er gaman að dvelja þarna í dölunum.  Hef verið á ættarmóti í Særlingsdal, og komið við til að fara í sund.  Mér finnst staðurinn illa nýtur, síðan skólinn hætti.  Það hlýtur að vera hægt að finna staðnum hlutverk við hæfi.   Það er gott að koma þarna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband