31.5.2007 | 16:51
fyrstu útskrift úr BA náminu lokið
Jæja þá erum við starfsfólk Háskólans á Hólum farin að snerta jörðina aftur eftir glæsilega útskrift, 65 manns að útskrifast þar á meðal fyrstu nemendurnir úr BA námi í Ferðamálafræði sjá http://www.holar.is/fr420.htm.
Fyrstu BA ferðamálafræðingarnir eru hópur sem hefur svo sannarlega sýnt í sínum verkum hversu fjölbreytt fræðasvið og atvinnugrein ferðamálin eru. Lokaverkefnin þeirra voru um svo ólíka hluti; markaðssetningu áfangastaða, myrka ferðaþjónustu, leiklist og ferðaþjónustu, lækningaferðaþjónustu, þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa og svo gæti ég haldið áfram að telja. Þetta var mikill áfangi bæði fyrir okkur sem sitjum eftir til að taka á móti næstu kynslóðum nemenda og þau, sem fóru útí vorið á laugardaginn til að taka þátt í uppbyggingunni á ferðamannalandinu Íslandi. Þau eru að vinna við ferðaþjónustu í sumar, en í haust hafa nokkur tekið stefnuna á meistaranám. Hér er mynd af Jóni Þór Bjarnasyni að taka við hamingjuóskum frá rektor. Jón Þór er reyndar með mynd og frétt á sínu bloggi: http://drhook.blog.is/blog/drhook/entry/222505/
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.