Ríkisstjórnin leggur áherslu á að jafnrétti í reynd verði leiðarljós í allri stefnumótun hennar og stefnir að því að skapa jöfn tækifæri allra landsmanna, óháð kyni, búsetu, uppruna og félagslegri stöðu.
Þessi yfirlýsing er bæði glæsileg og mikilvæg og því skora ég á sjálfstæðisfólk, samfylkingarfólk og alla jafnréttissinna að beita báða flokkana þrýstingi um efndir. Í því sambandi verð ég að segja að ráðherraskipan sjálfstæðismanna er ekki í þessum anda og þetta kemur mjög illa út sérstaklega þegar efndir þeirra eru bornar saman við það jafnræði sem Samfylkingin hefur milli kynja í þessum mikilvægu stöðum. Þetta eiga jafnréttissinnar að gagnrýna og sýna þar með þeim fjölmörgu hæfu sjálfstæðiskonum sem þarna var gengið framhjá, samstöðu. En fyrst og fremst verða sjálfstæðiskonur að taka til sinna ráða. Það gerði formaður Samfylkingarinnar með því að fylgja óhikað þeirri stefnu að jafna hlut karla og kvenna í áhrifastöðum þó að prófkjör flokksins hafi þýtt að margar mjög hæfar konur færðust neðar á framboðslistanna en efni stóðu til. Sjálfstæðismenn munið orð eins fallins forystumanns ykkar: Vilji er allt sem þarf! Það á við núna þó þau orð hafi verið sett fram í öðru samhengi.
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Það hefur marg sýnt sig að konur þurfa að sýna minnsta kosti 50% meiri hæfileika en karlar til að komast fyrir í hefðbundnum stöðum karla. Þetta er ekkert vísindalegt, þetta er nú bara það sem ég hef horft á í gegn um mitt líf - þangað til kannski núna þegar kona þarf að meta hæfni eins og Ingibjörg.
Edda Agnarsdóttir, 28.5.2007 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.