Leita í fréttum mbl.is

svona eiga góðir dagar að vera

ég vaknaði í glaðasólskini á þessum sunnudagsmorgni - 30 ára brúðkaupsafmæli okkar Helga, hvorki meira né minna (ég bara varð að nefna þetta, ótrúlegt en satt hvað tíminn flýgur, þið látið það ekkert lengra fara)! Hress og kát að sjá að hann var horfinn, snjórinn, sem hafði fest hér í nótt þegar við komum heim af árshátíð starfsmannafélagsins. Skemmtiatriðin voru drepfyndin, maturinn góður og Sixties sá um að láta fólk teygja búkinn og hrista eins og Stuðmenn hafa löngum ráðlagt. Það er örugglega gott fyrir heilsuna, andlega og líkamlega. Við gömlu hjónin (við erum náttúrlega farin að skipuleggja gullbrúðkaupið og búin að reikna út að við verðum 93 og 96 á demantsbrúðkaupinu, lengra nær það skipulag nú ekki) drifum okkur að leggja á þær Gránu og Sóldísi og taka hringinn í Tungunni í blíðunni. Vonandi verður fullt hús af gestum á eftir, Samfylkingarfólk að hittast til að halda uppá skemmtilega kosningabaráttu og það lítur betur út með grillið en veðurspáin gerði ráð fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með brúðkaupsafmælið! Það var einn góður flokksfélagi að gifta sig í dag, hann var í framboði en komst því miður ekki inn á þing í þessari atrennu!

Edda Agnarsdóttir, 20.5.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband