10.5.2007 | 10:29
má bjóða okkur hroka og spillingu áfram ekkert stopp?
Heyrðuð þið Sigurð Kára hlæja að frambjóðanda Frjálslynda flokksins í beinni í morgun? Viljum við alþingismenn sem geta ekki einu sinni sýnt almenna kurteisi í umgengni við annað fólk? Hvernig stendur á því að Björn Bjarnason skammast sín ekki einu sinni fyrir að vinavæða embætti aðstoðarlögreglustjóra, ætlar að fresta því fram yfir kosningar en samt klára áður en næsti ráðherra tekur við, að ráða ríkissaksóknara? Er það afþví hann hefur áður komist upp með að ráða vildarvini og vandamenn forystu síns flokks í embætti þrátt fyrir harða gagnrýni? Ætlum við að bjóða Árna Johnsen annan sjéns á tæknilegum mistökum, er okkur alveg sama þó hann hafi verið staðinn að því að stela af okkur? Eigum við að láta bjóða okkur þetta mikið lengur?
Vald spillir, þeir sem hafa setið of lengi verða samdauna spillingunni og þurfa að standa upp úr stólunum og viðra sig aðeins - gefum okkur langþráð frí frá þeim!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Sjáfstæðisflokkur og framsókn þurfa að fá langt frí núna. Þessir flokkar eru búnir að vera alltof lengi við stjórn og öll sú spilling sem hefur átt sér stað í þeirra valdartíma er of mikil.
Þórður Ingi Bjarnason, 10.5.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.