Leita í fréttum mbl.is

farin af fjölunum

síðasta aukasýning á Ef væri ég gullfiskur hjá Leikfélagi Hofsóss var á laugardaginn í miðjum landsfundi Samfylkingarinnar (ok það var líka sextugafmæli og fermingarveisla fyrir sunnan) þannig að ykkar einlæg eyddi miklum tíma á þjóðvegi 1.

Þetta var fín sýning, góður salur og mikil orka. Það var frábært að hópur úr leikfélaginu í Stafholtstungum í Borgarfirði mætti, en þau höfðu einmitt sett þetta sama leikrit upp fyrir nokkrum árum. Við fundum strax að það var fólk í salnum sem þekkti verkið. Þau stoppuðu aðeins og spjölluðu eftir sýningu og skoðuðu aðstæðurnar hjá okkur, leikmynd og allt það. Höfðaborg er náttúrlega meiriháttar hús; fínt svið, góður hljómburður og tekur fleiri hundruð manns.

Það er reyndar svolítið fyndið að ég er farin að nota frasa úr leikritinu í tíma og ótíma án þess að taka eftir því - og þetta er nú ekki mjög djúpt verk með fullri virðingu fyrir Árna Ibsen sem höfundi þá er þetta farsi sem gengur mjög mikið útá aðra hluti en textann. Þannig að þetta gerir mig nú ekki gáfulegri...

Við Helgi tókum tvo af gullfiskunum í fóstur eftir sýningu, þau heita náttúrlega Stína og Berti...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband