3.4.2007 | 11:40
fælingarmáttur lýðræðisins?!
Ég hélt mig væri að dreyma einhverja vitleysu í morgun þegar ég heyrði í gufunni að einhverjir aðilar væru nú uppfullir af áhyggjum af því að íbúalýðræði fæli erlenda fjárfesta frá Íslandi!!! Það er bara gott mál ef Hafnfirðingum hefur tekist með sinni atkvæðagreiðslu að þvo burt bananalýðveldisstimpilinn sem stóriðjustjórnvöldin hafa sett á Ísland með orkuútsölunni sem þau hafa staðið fyrir undanfarna áratugi.
Er þessu fólki alvara með því að leggja það inní umræðuna í einu elsta lýðræðisþjóðfélagi heims að við megum ekki fæla erlend stórfyrirtæki með atkvæðagreiðslum? Er þetta ekki bara bergmál frá 3. heiminum þar sem fólki er tekinn vari við að fæla erlend stórfyrirtæki frá með verkalýðsbaráttu, kröfum um mannsæmandi aðbúnað og kjör og afnámi barnaþrælkunar? Þetta er nú meiri undirlægjuhátturinn!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Já þetta var stórundarleg frétt og alveg furðulegt að SA sendi frá sér svona ályktun og eins að fjölmiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega, taki svona ályktun upp án þess að velta því fyrir sér hvað hún þýðir. Annars virðast fjölmiðlar þessa daganna vera yfirfullir af ekki fréttum. Fréttum (eða yfirlýsingum) sem er slengt fram án þess að sýna nokkra tilburði til að tala við þá sem málið snertir eða komast nærri sannleika. Heldur þreytandi og ber því miður ekki fjölmiðlamönnum á Íslandi fagurt vitni.
Unnar Rafn Ingvarsson, 3.4.2007 kl. 13:20
Ég var mjög hissa þegar ég hlustaði á þetta í morgun. Mér finnst þetta gott hjá bæajarstjórn Hafnafjarðar að hafa farið þessa leið. Þessi meirihluti hefur staðið sig vel frá því að þeir tóku við fyrir fimmárum. Ég sé að mitt atkvæði fór á réttan stað í fyrra því þeir hafa staðið við það sem þeir lofuðu.
Þórður Ingi Bjarnason, 3.4.2007 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.