31.3.2007 | 19:12
torf í arf - tær snilld
ég var að koma af málþinginu Torf í arf á Löngumýri. Það voru Byggðasafn Skagfirðinga, Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, Íslenski torfbærinn og Reykjavíkurakademían sem stóðu að þessu frábæra framtaki að leiða saman fólk úr minjageiranum; handverksfólk, fræðimenn og listafólk sem vill varðveita arfleifð okkar í torfbyggingum.
Að vissu leyti erum við með skyldari hefð við varðveislu hugsjónir austurlanda og frumbyggja norður ameríku en vesturlanda þegar torfið er annars vegar. Það er lífrænt byggingarefni sem brotnar hratt niður og hverfur aftur til jarðar eins og tótemin á vesturströnd norður ameríku. Varðveislan snýst því um að varðveita þekkingu fólksins og samfélagið um hefðina. Að varðveita verkið, halda áfram þessu eilífa bjástri við efni og aðstæður sem torfbygging er og síðast en ekki síst að skynja fegurðina í hleðslunni.
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.