Leita í fréttum mbl.is

stór dagur á skólasetrinu

Það var stór dagur hér á Hólum í gær, fyrst er nú að segja frá að Grunnskólinn að Hólum hélt uppá 30 ára afmæli sitt með glæsilegri ráðstefnu í gær undir kjörorðinu Hugvit og sköpun; sjá nánar http://www.skagafjordur.com/index.php?pid=511&cid=8025 Þetta var flott framtak hjá krökkunum og kennurunum þeirra, sem eru markvisst að byggja upp frumkvæði og sjálfstraust til að koma góðum hlutum í verk.

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum var með vettvangslotu í menningartengdri ferðaþjónustu fyrir staðarverði og í framhaldi af fyrirlestrunum var farið í skoðunarferð á nokkra valda minjastaði í Skagafirði. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup tók svo á móti hópnum í Hóladómkirkju og ræddi um kirkjuna og ferðaþjónustuna en að lokum voru fræðimenn Guðbrandsstofnunar þau Marta og Örn svo elskuleg að gefa hópnum innsýn í rannsóknir sínar á íslenskum tónlistararfi með því að leika á forn hljóðfæri og syngja lög úr fornum handritum. Þetta var í Auðunarstofu sem er nú eins og hljóðfæri sjálf og yndislegt að vera þar á tónleikum.

Um kvöldið kepptu nemendur á fyrsta ári á hrossabraut í grímufimi, í Þráarhöllinni. Þetta er alltaf skemmtileg keppni með húmor og glæsileika í hæfilegum mæli. Flott tónlist og fínar æfingar - en síðast en ekki síst búningar hrossa og knapa. Það voru húnvetnskar stúlkur sem unnu, kannski var einhver húnvetnskur andi á svæðinu því Félag kúabænda í Austur-Húnavatnssýslu var líka mætt í kynnisferð. Auk þess var rússneski sendiherrann í heimsókn. Þannig að það var nóg að gera hjá Rósu og co í Gestum og gangandi við að fæða og hýsa mannskapinn!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband