Leita í fréttum mbl.is

það er kúl að vera í kvenfélagi

Ég er í Kvenfélagi Hólahrepps og hef gaman af því. Það spurði mig kona að því þegar kvenfélagið mitt barst í tal hvað væru margar með bílpróf, ég sagði að við værum nú allar komnar með bílpróf. Það kom ljós að hún var að meina hvað væru margar hættar að keyra sökum aldurs! Staðan í hennar sveit er víst þannig að það horfir til vandræða með fundahöld vegna þess hve fáar keyra. Kvenfélög eru sjálfsagt eins misjöfn og þau eru mörg, en hér fjölgar bara í félaginu og ég er ekki lengur í yngri deildinni.

Það er ákveðinn feminismi að vera í kvenfélagi. Feminismarnir eru nefnilega svo margir og mismunandi. Félagið vill og getur lagt samfélaginu mikið lið og eiginlega fátt í þessum heimi sem er okkur óviðkomandi. Formlegheitin eru í lágmarki, markmiðið aðallega að hafa gaman af því að vera til. Það er dálítið táknrænt að við eigum vinakvenfélag því vinátta er það sem vex af því að vera saman í félagi. Það er kvenfélagið Tilraun í Svarfaðardal, en það er aldalöng hefð fyrir miklum samskiptum yfir Tröllaskagann.

Því lengur sem ég er í kvenfélaginu því afslappaðri verð ég fyrir karlaklúbbunum, sækjast sér um líkir eða eins og Gréta Sjöfn vinkona segir oft: Gott er að vera í góðum hópi og gerast honum líkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Er Ingvi Hrafn Jónsson sóðakjaftur og femínismi búinn að sækja um inngöngu?

Björn Heiðdal, 14.3.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband