13.3.2007 | 12:12
hvernig var þetta nú aftur - vilji er allt sem þarf?
Það er að koma illilega í ljós að það að leggja fram nýtt frumvarp til jafnréttislaga á 8. mars var fyrst og fremst kosningainnlegg hjá hæstvirtum félagsmálaráðherra. Dagurinn var varla liðinn, sem byrjaði á að kynna frumvarp sem þverpólitísk sátt væri um þegar málið var allt í einu komið á frumstig þegar Samfylkingin fór að þrýsta á um að það yrði bara tekið og afgreitt!
Í morgun var talsmaður Framsóknarflokksins hinsvegar að tala fyrir því að auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar yrði samþykkt þó fyrirvarinn væri stuttur - er meiri sátt um það en aukið jafnrétti?
Viðskiptablaðið gaf tóninn; er ekki bara allt í lagi er spurt í leiðara þess, eru þessi gömlu jafnréttislög ekki bara fín? Með öðrum orðum er nokkuð mál að mismuna helmingi þjóðarinnar með 16% launamun? Viðskiptablaðið óttast aukið valdsvið Jafnréttisstofu til að framfylgja því að fá upplýsingar til að byggja á úrskurði sína um hvort jafnréttislögum sé hlýtt - þá hrikalegu kröfu að erindum stofnunarinnar sé svarað! Þetta er bara eins og að skattstofur fái að afla gagna um hvort skattalög séu brotin. Vá þvílík áþján fyrir atvinnulífið! Það er alger skammsýni af Viðskiptablaðinu að fagna ekki þeirri byltingu sem yrði í atvinnulífinu og þjóðlífinu öllu ef jafnrétti kynjanna yrði meira en tómur lagabókstafur.
Nú reynir á hvaða stjórnmálaflokkar hafa jafnréttisstefnu sem stenst!
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.