Leita í fréttum mbl.is

ótrúlegt!

Það er alveg einstaklega skondið fyrir okkur skagfirðinga að horfa uppá Vg slá sig til riddara á stefnu sinni í umhverfismálum. Þetta stjórnmálaafl var í meirihluta í sveitarstjórn hér í Skagafirði í fjögur ár, allt síðasta kjörtímabil og áorkaði engu, takið eftir: ENGU í umhverfismálum. Það var ekki fersentimeter friðaður í Skagafirði á tímabilinu og þessi flokkur bar aldrei fram tillögu um það sem þeir halda fram að sé þeirra helsta baráttumál; friðun Jökulsánna.

Þátttöku í Staðardagskrá 21 var hætt, ekkert var gert í að koma á flokkun sorps, engar lausnir á þeim vanda að sorpurðunarsvæði Sauðárkróks er á undanþágu. Það var dálítið talað um hunda - og kattahald í þéttbýli í umhverfisnefnd undir forystu þessa "umhverfisflokks". Áhugasamir geta kynnt sér fundargerðir sveitarstjórnar og nefnda í Skagafirði á www.skagafjordur.is - að þeim lestri loknum ættu umhverfissinnar alvarlega að spyrja sig hvort Vg er umhverfissinnaður flokkur á borði eða bara í orði.


mbl.is „Vísbendingar um að VG svari eftirspurn eftir framboði umhverfisverndarsinna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband