Leita í fréttum mbl.is

vont mál

Ég er ekki jafn stolt af afstöðu Samtaka ferðaþjónustunnar gagnvart því að fyrirtæki hafi leyfi til að meina aðgang hópum sem þau telja að geti skaðað ímynd sína og ég er af Bændasamtökunum og Hótel Sögu. SAF er að stinga höfðinu í sandinn gagnvart alvarlegu vandamáli sem margir áfangastaðir glíma við; kynlífsferðamennsku. Allir kannast við það orð sem fer af Thailandi sem kynlífsáfangastað, meðal annars því að barnaníðingar venji komur sínar þangað.

Því miður hefur markaðssetning sérstaklega á Reykjavík, verið mjög tvíræð svo ekki sé meira sagt og orkað tvímælis samanber hörð viðbrögð við auglýsingaherferðinni One night stand og dirty weekend hér um árið.  Slík ímynd verður ekki auðveldlega afmáð, til þess þarf sterk viðbrögð og við skulum vera alveg óhrædd við að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í. Borgarstjórn og þingmenn gerðu rétt í að lýsa andstöðu sinni, ferðaþjónustan sem atvinnugrein ber með sinni markaðssetningu mikla ábyrgð gagnvart ímynd Íslands og hún þarf skýr skilaboð frá samfélaginu um hvað er við hæfi.

Það hefur borið á því að fólk reyni að líta framhjá því hvers eðlis koma þessa ákveðna hóps var. Þröstur Haraldsson gerir ágæta grein fyrir því í forsíðugrein í Bændablaðinu hvernig smám saman var dregið í land og reynt að fela hvað snowgathering.com stendur fyrir. Upphaflega var það kynnt sem kaupstefna, síðan hvataferð og svo bara svona vetrarferð fólks sem alveg óvart starfar allt í klámiðnaðinum... 

Ef einhver er enn í vafa um hverskonar starfssemi þarna er um að ræða bendi ég á úttekt í Vefritinu http://www.vefritid.is:80/index.php/greinasafn/allt-sem-er-djupt-og-dimmt-i-heiminum/ Svo eru það þeir sem vilja nú meina að þessi andstaða við klám sé nú bara eins og hver önnur hýstería, þetta sé bara lítið klám og litlir klámkallar þessir Hjörleifssynir. Það er bara ekki málið, málið snýst um að fyrirtækið Hótel Saga á sér ákveðinn markhóp sem það höfðar til með ímynd sinni. Það hverjir eru gestir hótelsins er stór hluti af þessari ímynd; einn markhópur getur hreinlega útilokað annan. Hótel Saga hefur greinilega ekki á stefnuskrá sinni að verða þekkt sem sleazy hotel af þeirri afspurn sem snowgathering.com hefði í för með sér og ég furða mig á að SAF skuli ekki styðja þá stefnu.

Það er ótrúlegt að heyra fólk túlka ákvörðun hótelsins sem skerðingu á ferðafrelsi, um það er auðvitað ekki að ræða. Það getur hver sem er komið til Íslands nema að lögregla og tollyfirvöld standi viðkomandi að því að gera það á einhvern hátt með ólögmætum hætti. Fyrirtæki hafa hinsvegar fullan rétt til og eiga að setja sér stefnu og vinnureglur um aðgang að sinni þjónustu. No shoes no shirt no service er algeng aðvörun á veitingastöðum í Bandaríkjunum. Á börunum í Tallin má víða sjá eftirfarandi: We reserve the right to refuse stag parties admittance - við áskiljum okkur allan rétt til að meina steggjapartíum aðgang. Hótel Saga hefur líka sinn standard og ekkert nema gott um það að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband