20.2.2007 | 12:22
heilbrigð skynsemi - kominn tími á að nota hana!
Flott framtak www.heilbrigd-skynsemi.blog.is Það veitir ekki af að spá í hlutina útfrá því sjónarmiði að finna lausnir, en því miður festast stjórnmálamenn oft í því fari að hafa skoðanir en gleyma að þeirra hlutverk er að leysa málin. Afleiðingin er að þeir lemja hver á öðrum með sínum hreinu línum sem eiga að gilda alltaf allstaðar en virða ekki þá einföldu staðreynd að stjórnmál eru mannleg samskipti. Í stjórnmálum þarf að leysa ágreining rétt eins og þess þarf innan fjölskyldu, á leikskólanum og á vinnustöðum fullorðins fólks. Kreddur og klisjur eru ekkert til að byggja lausnir á, til þess þarf tillögur, umhugsun, samtal og málamiðlanir. Já ég sagði málamiðlanir, um það snýst lífið að finna leiðir til að mæta ólíkum hagsmunum og sætta ólík sjónarmið. Hvort sem hagsmunirnir varða hvað á að vera í kvöldmatinn eða hvaða efnahagsstefnu á að reka. Það getur verið flókið og erfitt, lífið er bara ekki einfalt og stjórnmál ekki heldur. Þeir sem halda öðru fram eru í besta falli að blekkja sjálfa sig, í versta falli að ljúga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.