Leita í fréttum mbl.is

er innflutt endilega ódýrt og gott?

Þetta var flott hjá forystumönnum bænda að snúa sér nú að versluninni til að ræða málin um markaðssetningu og verðlagningu matvæla. Eins og vandræðagangurinn í ráðherrunum sýnir þá ráða s.k. ráðamenn greinilega engu, lækkun matarverðs sem þeir boða er að étast upp í höndunum á versluninni og þeir fá ekki rönd við reist.

Þetta er hinsvegar skref í rétta átt að framleiðendur og seljendur tali saman og þar eigum við neytendur ekki að sitja þegjandi hjá. Ég vil auðvitað eins og allir eiga kost á ódýrum matvælum en þau verða líka að vera góð. Ódýrt ruslfæði er heilsuspillandi og við verðum að hugsa um matvæli útfrá verðum og gæðum í senn. Undanfarin ár hefur komið upp mikið og gott andóf við gleypuganginum sem skyndibitinn stendur fyrir, s.k. slow food hreyfing en þar er mikil áhersla lögð á að matvæli séu sem ferskust og að byggja á matarhefðum og framleiðslu heimafyrir í staðinn fyrir tilbúinn og þrælrotvarinn mat. 

Ég tek undir með bændum í að þrýsta á verslanirnar í landinu að lækka álagningu á landbúnaðarvörur. Ég vil líka fá breytingu á lögum og reglugerðum þannig að ég geti keypt beint frá býli, beint frá framleiðanda og þannig sloppið við álagningu milliliða í flutningum, markaðssetningu og afgreiðslu á vörunum. Þá væri komin alvöru samkeppni um hver býður besta verð og gæði.


mbl.is Bændur hvetja Bónus til að lækka innlendar búvörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband