10.1.2010 | 19:12
þú ert ekki Jón Sigurðsson,
Bjarni Benediktsson. Það er til háborinnar skammar að þú skulir leyfa þér að klína þínum smjörklípum á minningu Jóns forseta. Þú komst rækilega upp um hinn eiginlega tilgang málþófs þíns um ICESAVE málið með því að lýsa því yfir að það væri eina málið sem ætti að vera á dagskrá - þú vilt ekki ræða um uppgjörið, þú vilt ekki ræða um ábyrgðina og þú vilt ekki ræða hvað er að gerast í fyrirtækjunum - allra síst fjármálageiranum. Þú og þínir stuðningsmenn Óskar Nafnleyndar og NN viljið umfram allt ekki að fjölmiðlar og fólkið geri það sem er grundvallarregla í rannsókn spillingar og auðgunarbrota: Follow the money!
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Menn eru farnir að leita sér fjaðra víða. Gordon Brown var líka að líkja sér við Nelson Mandela. Ég er enn að flissa yfir fáránleikanum. Þetta heitir svo sannarlega að hafa misst veruleikatengslin.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 20:50
Það mætti ætla að Samfylkingin beri enga ábyrð á því hvernig fór. Hefur hún ekki verið með stóran hóp vinnandi fólks inn á löggjafarþinginu? Af hverju var ykkar fólk ekki skilvirkara en raun bar vitni. Af hverju svo lítil raunveruleg gagnrýni á eigin störf þegar fólk loksins áttaði sig á því hvert stefndi.
Smjerjarmur, 10.1.2010 kl. 22:02
Sæl Guðrún, það hefur í mínum huga alltaf verið ljóst að tilgangurinn með ICESAVE þófinu hjá Hrun-flokkunum var að komast aftur til valda og geta viðhaldið klíkusamfélaginu. Hagur þjóðarinnar er ekki stóra málið í þeirra hugum, því miður.
Smjerjarmur:
Samfylkingin var með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn þegar allt hrundi. Tillögur flokksins til að sporna við hruninu, hefðu ekki fengið nokkurn hljómgrunn hjá Íhaldinu, því í Seðlabankanum sat Davíð Oddsson í skjóli Geirs H Haarde. Sá síðarnefndi hlýddi skipunum Davíðs í einu og öllu og neitaði svo að víkja Davíð úr Seðlabankanum, þrátt fyrir eindregin tilmæli Samfylkingarinnar. Ólafur Arnarson segir í lok bókar sinnar Sofandi að feigðarósi.
"Hin síðari ár var Davíð Oddsson stærsta efnahagsvandamál Íslands og hann sat í skjóli Geirs H Haarde."
Í búsáhaldabyltingunni síðastliðinn vetur var fólk standa við bakið á Samfylkingunni í þeirri aðgerð að hætta samstarfi við sjálfstæðisflokkinn. Ingibjörg Sólrún fárveik og það var fundir Samfylkingarfólks í Þjóðleikhúskjallaranum sem fólkið á götunni studdi. Það var síðan Samfylkingin sem myndaði stórn þann 1. febrúar sl. með VG og naut stuðnings Framsóknar. Stjórnarflokkarnir fengu svo meirihluta í kosningunum að hafa komið mörgum málum áleiðis, þrátt fyrir að stjórnarandstaðan hafi gert sitt til að tefja.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.