Færsluflokkur: Matur og drykkur
7.1.2008 | 11:53
pavlovan
Pavlovan hennar Jóhönnu var eiginlega fullkomin. Þori samt ekki að halda því fram að hún hafi verið það ef ske kynni að hún líktist pabba sínum í því að langa ekki lengur að búa það til sem er orðið gott - takmarkinu náð. En hún var allavega svo flott og góð að ég varð bara að taka myndir af henni, pavlovunni. Þessi árangur frumburðarins er samt ekkert mér að þakka, ég baka aldrei ótilneydd.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2007 | 17:57
beint frá býli - betri tíð með blóm í haga
Það er mikil vakning hér á vesturlöndum í matarmenningu, bæði áhugi á bættri heilsu með hollu mataræði og gagnvart því að njóta matar. Það er aukinn skilningur á nauðsyn þess að varðveita menningararfinn sem felst í matarhefðum, hráefni, vinnslu og matreiðslu. Félagið Matur-saga-menning sjá www.matarsetur.is er dæmi um þetta. Nú er að bætast nýtt blóm í flóruna fyrir áhugafólk um íslenskan mat www.beintfrabyli.is sem snertir líka umræðuna um íslenskan landbúnað og tengslin við neytendur. Þetta er flott framtak! Ég er alveg á því að íslenskir bændur eiga að fá að selja sína vöru beint til neytenda, milliliðalaust. Að endingu vil ég taka fram að bleikjan er besti fiskurinn!
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007