Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

hreyfa sig

er náttúrlega göfugt markmið - ekki síst að hreyfa sig útivið sérlega fyrir konur á mínum aldri. Það eru hæg heimatökin hér, þarf ekki annað en að fara á bakvið hús og ég er komin útí skóg og uppí fjall á engri stund. En það er svo skrýtið að tíminn sem ég þarf ekki að eyða í umferðinni til og frá vinnu hann virðist ekki nýtast sem tómstundir - ég er bara þess lengur í vinnunni! Þetta er náttúrlega ekki hægt, enda er kominn verulegur félagslegur þrýstingur á að bæta sig; vinnufélagarnir með sundklúbb og taka þátt í Lífshlaupinu og strákurinn minn með æfingaprógramm í gangi fyrir mig. Svo eru mættir tveir fulltrúar þrýstihópsins hrossin mín á svæðið, fór á bak Júní í fyrsta sinn síðan í fyrra í gærkvöld. Það lofar góðu í dag - strengirnir koma á morgun

gleðilegir páskar

húsið er búið að vera fullt af góðum gestum síðan á miðvikudag - páskar eins og þeir gerast bestir. Guðmundur Steingríms hitti naglann á höfuðið í bakþönkum í Fréttablaðinu um páskana, tiltölulega tilstandslaust frí með miklum samskiptum við vini og vandamenn.  Eftir nokkurra daga frí er það ljóst að líklega er eitt mikilvægasta baráttumálið í íslensku samfélagi að stytta vinnutímann hjá börnum og fullorðnum. Ég segi börnum, því viðvera barna á leikskólum, skólum og skóladagvist er allt uppí 9 tímar - og þá er ekki talin með tilfallandi pössun.

Það er ekki nóg með að flestir vinni langan vinnudag, meirihluti þjóðarinnar hrúgar sér niður á smáblett sem ber ekki meira umferðarálag þannig að fólk í þessu fámenna þjóðfélagi býr við umferðaröngþveiti eins og um milljónaborg væri að ræða. Þetta hópsálarlíf veldur svo hækkandi fasteignaverði, álagi á umhverf og mannlíf sem aftur leiðir til þess að fólk vinnur meira til að standa undir öllu geiminu. Þetta er að gera alla vitlausa - hvað erum við eiginlega að meina með því að byggja upp svona samfélag?

Það er nóg pláss fyrir utan svifryksbeltið og einn af kostunum við að færa sig aðeins útfyrir það er að þegar fólk kemur í heimsókn þá er það alvöru heimsókn, ekki bara rétt að kíkja.


Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband