Færsluflokkur: Menning og listir
8.2.2008 | 14:59
nú er úti veður vott
verður allt að klessu.
Ekki á hann Grímur gott
að gifta sig í þessu.
Ég man ekkert hvar eða hvenær ég lærði þessa vísu, mig minnir að mamma hafi kennt mér hana þegar ég var lítil - einmitt í svona veðri roki og hláku og ekkert vit að fara út að leika sér. En ég ætla nú samt út að leika mér á eftir - ég þarf að komast útí Hofsós til að æfa fyrir þorrablótið annað kvöld!
Menning og listir | Breytt 11.2.2008 kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 15:19
hrepparígur
26.9.2007 | 14:04
handverk og hefðir
ég er á leiðinni á ráðstefnu Heimilisiðnaðarfélagsins Handverkshefð í hönnun , vonandi verður tími til að skoða eitthvað af sýningunum sem eru í tengslum við þetta. Ég ætla að kynna Fornverkaskólann aðeins í leiðinni en sú hugmynd er alveg að gera sig, fullt af fólki vill læra vinnubrögðin sem þarf til að halda við gömlu handverki í byggingalist. Kem við í Glaumbæ til að halda fund í menningar- og kynningarnefnd um safnasvæðið, við þurfum að vinna í því að gera það betur úr garði til að taka við auknum gestakomum. Það dregur ekki úr áhuganum að fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós skála frá landnámsöld. Semsagt, athyglin er á menningararfinn þessa stundina. Svo er Laufskálarétt um helgina, reyndar er hún eiginlega eitt besta dæmið um hvernig hefðir og verkmenning (að smala hrossunum úr afrétt og rétta) verður að viðburði - hátíð í samtímanum.
18.4.2007 | 15:00
farin af fjölunum
síðasta aukasýning á Ef væri ég gullfiskur hjá Leikfélagi Hofsóss var á laugardaginn í miðjum landsfundi Samfylkingarinnar (ok það var líka sextugafmæli og fermingarveisla fyrir sunnan) þannig að ykkar einlæg eyddi miklum tíma á þjóðvegi 1.
Þetta var fín sýning, góður salur og mikil orka. Það var frábært að hópur úr leikfélaginu í Stafholtstungum í Borgarfirði mætti, en þau höfðu einmitt sett þetta sama leikrit upp fyrir nokkrum árum. Við fundum strax að það var fólk í salnum sem þekkti verkið. Þau stoppuðu aðeins og spjölluðu eftir sýningu og skoðuðu aðstæðurnar hjá okkur, leikmynd og allt það. Höfðaborg er náttúrlega meiriháttar hús; fínt svið, góður hljómburður og tekur fleiri hundruð manns.
Það er reyndar svolítið fyndið að ég er farin að nota frasa úr leikritinu í tíma og ótíma án þess að taka eftir því - og þetta er nú ekki mjög djúpt verk með fullri virðingu fyrir Árna Ibsen sem höfundi þá er þetta farsi sem gengur mjög mikið útá aðra hluti en textann. Þannig að þetta gerir mig nú ekki gáfulegri...
Við Helgi tókum tvo af gullfiskunum í fóstur eftir sýningu, þau heita náttúrlega Stína og Berti...
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007