Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

ekkert jólastress

þetta árið og þó er ég "ekki búin að öllu" eins og stendur skýrum stöfum á barmmerkinu sem hún María Gréta samstarfskona mín gaf mér í fyrra! Krakkarnir eru búin að baka piparkökur og við Helgi erum búin að setja hallærislegu jólaseríuna uppí tré útí garði - hún þykir svona í minna lagi miðað við tíðarandann en þegar ég sit inní stofu og horfi útí garð þá sé ég hvort eð er bara þann hluta af trénu sem serían er í... Svo er náttúrlega ekkert vit að vera með stóra útiseríu í þessum belgingi sem er búinn að vera allan desember.

Óli fór með mér í það mál fyrstu helgina í aðventu og svo þegar Jóhanna kom heim þá var farið á fullt í að hengja upp hið aðskiljanlegasta skraut sem á meira og minna fastan sess á heimilinu. Það er reyndar að sneiðast um pláss fyrir okkur heimilisfólkið því jólaskraut er eitt af því sem virðist alltaf að bætast við frá ári til árs. Svo var farið í laufabrauðsskurð með samstarfsfólki og grönnum niðri í skóla í vikunni, og í kvöld eru hinir ómissandi jólatónleikar kammerkórs Skagafjarðar í Hóladómkirkju. Jólastemmning fer því stigvaxandi, bloggáhugi að sama skapi minnkandi svo ég óska ykkur hér með gleðilegra jóla og góðra áramóta!


hátíðir og stúdínan okkar

jóhanna útskriftVerð að sýna heiminum þessa fínu mynd af stelpunni minni henni Jóhönnu Thorarensen með hvítan koll, hún er til vinstri á myndinni. Það var mikið um dýrðir í tilefni af útskriftinni - flott hvernig útskrift og útskriftarafmæli setja alveg sérstakan blæ á hátíðahöldin á Akureyri á 17. júní.

Það verður nefnilega að viðurkennast að víða um land einkennast hátíðahöld sautjánda júní svolítið af sömu gömlu rullunni og hefur ekki einu sinni tekist að varðveita hátíðablæinn. Þarna kemur saman persónuleg hátíð hjá 135 manns og þeirra fólki og að bærinn skartar sínu besta í tilefni bæði þjóðhátíðar og útskriftar.

Hér í Skagafirði var brotið uppá því nýmæli að hafa ein hátíðahöld, á Sauðárkrók sem er stærsta hverfið  í sveitarfélaginu - en tilefnið var þó aðallega 100 ára afmæli UMF Tindastóls. Ég var með fjölskyldunni á Akureyri en frétti að þetta hefði verið mjög glæsilegur 17. júní á Króknum og ég vona bara að við getum haldið áfram að hafa eina góða þjóðhátíð allra skagfirðinga - að ekki sé minnst á Sæluviku, víkingahátíð, Jónsmessuhátíð á Hofsósi (um næstu helgi), Hólahátíð, stóðréttir, kóramót, þrettándaball, þorrablót og svo aftur Sæluviku!


Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband