Leita í fréttum mbl.is

allir á móti öllum í umferðinni?

Ég var að lesa bloggfærslur sem lýsa vel leiðinlegum móral hérlendis varðandi umferð og umgengni við landið. Það er tilhneiging okkar til að fjandskapast og óskapast í garð þeirra, sem hafa annan ferðamáta en við sjálf höfum valið okkur. Í viðkomandi tilfelli voru crossarar og hestamenn að rífast, enda mörg dæmi um árekstra þessara ólíku ferðamáta. Í báðum tilfellum eru iðkendur víða um land að byggja upp aðstöðu, þ.e. reiðstíga annars vegar og mótorcross brautir hinsvegar. Í báðum tilfellum liggja þessir hópar (og reyndar fleiri s.s. jeppafólk) undir ámæli annarra ferðalanga t.d. göngufólks, um að umferð þeirra utan vega spilli landinu. Það er mjög mikilvægt að ræða um hvað má betur fara í umferð og umgengni um landið á hvaða fararskjóta sem fólk velur sér. En að stilla málinu alltaf upp þannig að einn ferðamáti sé betri eða verri en annar er alveg gagnslaust. Það eru svartir sauðir á öllum farartækjum og fararskjótum. Umræðan birtir oft sorglega fordóma fólks í garð þeirra sem ferðast um á einhverju öðru en það sjálft þekkir og metur best.

Umferðarmenning á Íslandi er því miður að mörgu leyti ómenning; fólk ekur of hratt miðað við aðstæður bæði á þjóðvegunum og í íbúðahverfum, fleygir rusli á götur og akvegi (sjáið allar gosflöskurnar í vegkantinum), reiðvegi og göngustíga (sbr. umræðu í sumar um uppsafnaðan klósettpappír við gönguleiðir á hálendinu), fólk ekur/ríður/gengur án tillits til þess hvort það valdi spjöllum (sjáið alla óformlegu gönguslóðana á ræktuðu landi í þéttbýlinu - jafnvel rétt við gangstíg!) Það sem er kannski verst er fólk fer illa með eigin sálarástand og stofnar lífi og limum í hættu með því að æsa sig upp í illindum við aðra vegfarendur. Það að aka vegina í bílnum sínum bölvandi hinum bílstjórunum, hjólreiðafólkinu eða hestamanninum sem skv. umferðarlögum er líka í sínum fulla rétti á veginum - er ekki bara sorglegt heldur hættulegt.

Það þarf að haga sér í samræmi við aðstæður og virða aðra vegfarendur hvernig sem þeir kjósa að ferðast. Það gildir það sama um ökumenn fólksbíla, hestamenn, jeppafólk, sleðafólk og mótorcrossara: Enginn þessara hópa á það skilið að fá á sig einhvern allsherjar stimpil útaf slæmri framkomu einhverra með sama áhugamál. Á myndinni sjáið þið dæmigerðan ferðahóp á íslenskum hestum, þau ferðast með svipuðum hætti og hefur verið gert hér frá landnámi. Þau velja að vera á fáförnum vegi því enginn hefur beinlínis áhuga á að ríða í bílaumferð, það er riðið fyrir og á eftir og þess gætt að hrossin lesti sig (séu í einfaldri röð) þannig að  hægt sé að mæta og/eða hleypa annarri umferð framhjá. Er einhver ástæða til að æsa sig yfir þessu?

janfeb07 116


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband