Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

guð láti gott á vita

að þingmenn stjórnarandstöðunnar sýni þann þroska að klára þetta fyrsta skref í löngu vinnuferli. Allt málþóf um að tillagan sé illa undirbúin er bara sýndarmennska því þessi tillaga er mjög einföld; að sækja um aðild. Þá og þá fyrst er hægt að fara í þessa vinnu að búið sé að ákveða að sækja um. Þetta er svo sáraeinfalt að það þarf einbeittan þvaðurvilja til að skilja málið öðruvísi.
mbl.is Hægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hver samdi fyrirsögnina?

Hlutlaus blaðamaður eða er Mogginn aftur orðinn flokksblað? Þetta er sáraeinföld tillaga og ef þingmönnum er einhver alvara með að láta eitthvað ganga við að leysa málin er bara að taka þetta skref, því þá fyrst er hægt að fara einhenda sér í að koma saman samningstilboði til ESB. Drífið ykkur uppúr sandkassanum, stjórnarandstaða og farið að vinna fyrir fólkið í landinu! Fólk vill öfgalausa umræðu um Evrópumál og láta á það reyna með samningum hvaða áhrif aðild mun hafa.



mbl.is Kastað til höndunum við gerð ESB-tillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gott

nú er bara að vona að þingmenn standi undir þeirri ábyrgð að geta leitt málið til lykta á málefnalegum forsendum, eftir eigin sannfæringu um þjóðarhag frekar en þeim leikreglum sem hingað til hafa gilt í sandkassanum.
mbl.is ESB-tillagan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hverjir hafa hag af hræðslunni?

útgerðarmenn, núverandi stjórnarandstaða og bændaforystan keppast nú við að mála skrattann á vegginn og fullyrða að allt fari á hausinn ef auðlindir fara í þjóðareigu eða Ísland í ESB. Fyrirgefiði, það fór ekki framhjá neinum að það fór allt á hausinn - án þess að til þessara ráða væri gripið.

Það hefur dunið í eyrum okkar að ekkert væri verið að gera í málefnum heimila og fyrirtækja. Svo kemur í ljós að bankarnir bíða eftir að viðskiptavinir þeirra nýti sér úrræðin sem gripið hefur verið til. Á vefnum www.island.is er langur listi aðgerða til að bregðast við skuldum s.s. hækkun vaxtabóta, frysting lána, breyttar reglur um aðför að skuldurum etc. etc. En eru fjölmiðlar að skoða þessi úrræði, kynna þau og efna til umræðu með að greina þau og reikna í botn? Nei. Þeir eru ekki að því og á meðan er fólk allsekki með á hreinu hvaða ráð eru í stöðunni. Hver hefur hag af þessu? Almenningur? Nei varla. Þeir, sem settu allt á hausinn og kunna illa við að hafa misst völdin? Líklega. 

Í morgunútvarpinu grenjar útgerðarmaður um að hann sé búinn að reikna það út að með fyrningarleiðinni fari útgerðin á hausinn á 7 árum. Er þetta frétt? Er útgerðin ekki að fara á hausinn hvort eð er? Eru fréttastofurnar búnar að kanna forsendurnar og meta áreiðanleika þessarar fullyrðingar og eru þær tilbúnar með alvöru frétt um málið?

Follow the money segja rannsóknarblaðamenn gjarnan - finndu hagsmunina og þeir leiða þig í átt til sannleikans.


fínt

nýr tónn í íslenskum stjórnmálum að fólk viðurkenni að flokkar geti verið ósammála jafnvel um mikilvæga hluti en sammála um aðra jafn mikilvæga hluti. Það væri bara flott að vísa þessu strax til þingsins og láta reyna á að þar greiði þingmenn atkvæði samkvæmt eigin samvisku en ekki flokksræði.
mbl.is Flokkarnir eru ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband