Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

ég vissi það!

Það er bara tímaspursmál hvenær við leggjum heiminn að fótum okkar með Djúpum...
mbl.is Íslenskt nammi vinsælt vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mér var nær!

Ég fékk mjög undarlegt símtal áðan. Mér var boðið að troða upp, ásamt eiginmanni mínum sem jólasveinar á jólaskemmtun á Suðurlandi. Helgi hefur að vísu staðið sig vel í þessu hlutverki innan héraðs í Skagafirði, en ég vissi ekki að hróður hans hefði borist víðar. Meðan ég var að melta þessa óvæntu upphefð skaut viðmælandinn því að mér að símtalið væri verkefni í námskeiði í Viðburðastjórnun, sem ég kenni við Háskólann á Hólum... Blush Ég er semsagt ekkert fræg, bara gleymin - var í svipinn búin að steingleyma að ég hafði sett þeim það fyrir sem verkefni ráða mig sem skemmtikraft með símtali. Það er bót í máli að nemendur geta skemmt sér konunglega yfir þessu - vonandi skemmti ég mér eins yfir greinargerðunum þeirra um verkefnið!


lágmark einn í hóp og tveir í lest

segir sig kannski sjálft en í þessari frétt um félagslega einangrun innflytjenda kemur fram atriði sem er ekki bara þeim heldur getur víða verið til vandræða. Krafan um lágmarksfjölda þátttakenda í ýmsum námskeiðum leiðir mjög oft til að áfangar í framhaldsskóla og nauðsynleg endurmenntunarnámskeið eru ekki í boði fyrir fámenna hópa, hvort sem það er vegna fámennis á staðnum eða vegna þess að greinarnar eru fámennar sbr. iðngreinar sem er alltof lítil eftirspurn eftir að læra. Í mörgum tilfellum má leysa þetta með fjarnámi - en í sumum tilfellum á sú aðferð ekki við. Það er nauðsynlegt að setja einhverjar viðmiðanir um að það verði að bregðast við ef einhver þarf á námskeiði að halda að ekki þurfa að bíða endalaust eftir að nógu margir aðrir fáist til að taka það.

Annars er pínu skondið í þessari frétt að því er slegið upp í fyrirsögn að innflytjendur séu félagslega einangraðri úti á landi - en hvar? Könnunin náði bara til deilda úti á landi, hver er samanburðurinn þá? Það fylgir því ákveðin einangrun að flytja úr einu samfélagi í annað, jafnvel innanlands.


mbl.is Innflytjendur einangraðri úti á landi samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jorvik

Ég var á Englandi í síðustu viku og ákvað sem prófessor í menningartengdri ferðaþjónustu að bregða mér til York og skoða Jorvik víkingasýninguna sem er byggð á fornleifauppgreftri sem hófst þegar verið var að reisa verslunarmiðstöð í miðbænum. Þetta er nú frekar lítil sýning en að ýmsu leyti ágæt. Það er smá húmor í þessu á köflum, en kannski svolítið byggður á staðalmyndum: Það er búið að gera brúður byggðar á tilgátum um útlit þeirra einstaklinga sem hafa verið grafnir upp. Þessar brúður eru svo í eftirgerðinni af víkingabænum, uppteknar við ýmis störf - nema tveir smiðir sem sitja og gæða sér á nestinu sínu að því er virðist. Handan við stíginn stendur kona og lætur móðan mása og virðist vera að segja smiðunum alveg krassandi kjaftasögu eftir málrómnum að dæma. Annar smiðurinn hlustar af áhuga og segir annað slagið: Nú? Jaá, nújá?vikings1

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband