Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

ég var túristi í Reykjavík

í einn dag í síðustu viku. Það var að mörgu leyti fjarskalega notalegt, ég rölti um miðborgina í glampandi sól og hita og settist svo sólarmegin í Vallarstrætinu með hvítvínsglas við öldurhús. Hinum megin við hekkið var fólk að leika sér og enginn orðinn fullur enn. Við sátum þarna dönnuð í sumardressunum, með designer sólgleraugun og orðnir forframaðri en svo að fækka fötum og snúa andlitinu mót sól. En yfir Alþingisreitnum frá mér séð sveimaði mávager. Ég veit náttúrlega betur en svo að þeir hafi verið að snapa einhvert rusl þar, líklegra að þeir sitji um litlu andarungana sem allir bretta stél á Tjörninni og brauðið sem þeim er ætlað. Samt settu þeir annan og ískyggilegri svip á sólardaginn, rétt eins og ruslið sem loddi þegar að var gáð í öllum runnum, hornum og ræsum við hinn virðulega Austurvöll. Plastglös, servíettur, sígarettur, gosflöskur, ölflöskur - setja svip á miðborgina jafnt sem hvern vegkant um allt landið sem er fagurt sem fyrr en ef til vill ekki svo hreint. Þarna sátum við svo sæt í sólinni, sóðarnir og það hvarflar að manni hvort eitthvað sé rotið in the state of...


lúpína

er umdeild jurt en hún hefur unnið á í mínum huga eftir því sem ég kynnist henni nánar. Í fyrsta lagi er mér hlýtt til hennar af því systir mín hafði svo gott af lúpínuseyði þegar hún var í meðferð við krabbameini. Og svo er ótrúlega skemmtilegt að ríða gegnum lúpínubreiðu. Í fyrrakvöld riðum við Helgi niður í Tungu (milli Kolbeinsdalsár og Hjaltadalsár) um sólarlag á þá verður liturinn auðvitað ótrúlegur að ekki sé tala um ilminn. Svona er þetta, nýir gestir í náttúrunni verða smám saman heimakomnir hvort sem er um að ræða jurtir eða dýr sem ná hér fótfestu.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband