Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

hvað er í gangi í pólitíkinni?

Finnst fólki sem er búið að líða fyrir stefnu núverandi ríkisstjórnar það virkilega vænlegast til árangurs að tvístra liði sínu í nokkur sérframboð byggð á afmörkuðum baráttumálum?

Munu aldraðir og öryrkjar ná meiri styrk með því að verða smáflokkur heldur en með því að styðja þá flokka sem hafa jafnrétti og mannréttindi á sinni stefnuskrá - hafa Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður, svo ég nefni nú bara þingmenn samfylkingar af handahófi ekki verið að berjast fyrir hagsmunum þessa hóps? Er ekki nær að krefjast réttar síns í flokkunum, ég sé ekki betur á myndum af fundum stjórnmálaflokka að þar séu aldraðir og öryrkjar.

Finnst Ómari og Andra Snæ virkilega líklegt að þeir muni fá þann stuðning og hugarfarsbreytingu sem þarf í öllum stjórnmálaflokkum með því að stilla sér upp sem enn einum flokknum? Því eins og kom fram í máli Ómars í útvarpinu áðan þá getur flokkur eða framboð ekki verið bara á grundvelli eins málaflokks. Þannig að þeirra Framtíðarland yrði þá eitthvað annað land en Fagra Ísland eða hreinlínulandið Vinstri grænna, hvað þá heldur land hægrigrænna.

Það heyrist jafnvel talað um kvennaframboð, en er ekki kona að sækjast eftir embætti forsætisráðherra? Er betra að kjósa sérframboð kvenna með takmarkaða möguleika á pólitískum völdum heldur en að kjósa hana? Vorum við ekki búin að prófa það? Það skipti jafnréttisbaráttu íslendinga máli þegar kona var kosin forseti, það mun skipta máli að hafa konu sem forsætisráðherra. Ekki bara í stuðningsliðinu sem þingmann, ritara, varaformann eða framkvæmdastjóra þingflokks heldur í forystu.

Ég held að öll þessi sérhyggja í stjórnarandstöðu muni bara leiða eitt af sér; úrval af hækjum fyrir flokkinn sem enn er stærstur stjórnmálaflokka í landinu. Það myndi þýða óbreytta stjórnarstefnu og er það það sem aldraðir, öryrkjar, feministar og náttúruverndarsinnar vilja?


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband