Leita í fréttum mbl.is

börn og unglingar í aðalhlutverki

í héraðsfréttablaðinu Feyki, en starfssvæði þess eru Húnavatnssýslurnar og Skagafjörður. Það er gaman að fylgjast með því hvað ritstjórinn (sem núna er reyndar að auglýsa eftir blaðamanni) skrifar mikið um yngsta fólkið á svæðinu. Það er auðvitað ekkert leiðinlegt því það er nóg að gera hjá börnum og unglingum hér, nú eru árshátíðir skólanna að bresta á með tilheyrandi metnaði í leiklist og tónlistarflutningi, félagsmiðstöðvarnar búnar að halda sína árlegu söngkeppni og allt að gerast í íþróttum.

En Guðný missti af einum merkisviðburði; Menningarkaffi níundu bekkinga í Grunnskólanum austan vatna (Hofsós-Hólar-Sólgarðar) sem að þessu sinni var haldið í Ketilási í Fljótum. Krakkarnir þjóna, laga kaffidrykki, baka og eru orðin hin fagmannlegustu í þessu. Enda eru sum búin að vera með í verkefninu í þrjú ár, en þetta er lífsleikniverkefni. Að þessu sinni var ein af þeirra gömlu skólafélögum Dana Ýr Antonsdóttir að skemmta með þrem skólafélögum sínum frá Svíþjóð en þau eru saman í flottum þjóðlagakvartett.

Það var frábært að sjá hvað fólk hafði fjölmennt bæði úr Fljótunum og reyndar víða að úr Skagafirðinum og átti góða stund þarna fyrir tilstilli krakkanna okkar og kennaranna þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband