Leita í fréttum mbl.is

ekki eru það skýr skilaboð

sem æðsti stjórnandi Háskóla Íslands gefur með því að taka ekki harðar á sönnuðu broti háskólakennara gegn höfundarétti. Það er ein af grundvallarreglum allrar fræðimennsku, allt frá námsritgerð til útgefins fræðirits að lesandinn geti rakið hvaðan þær hugmyndir og orð sem hann les á blaði eru fengnar. Það að gera orð annars að sínum án þess að geta heimilda með fullnægjandi hætti er ritstuldur. Í ljósi þeirra metnaðarfullu markmiða sem Kristín Ingólfsdóttir hefur sett Háskóla Íslands, að komast í raðir 100 bestu háskóla heims er þetta sorgleg niðurstaða sem gerir það ótrúverðugt að skólinn stefni raunverulega að þessu marki. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir kennara skólans sem og annarra skólastofnana sem vinna þrotlaust að því að innræta nemendum virðingu fyrir höfundarétti og vönduð vinnubrögð við rannsóknir og ritun. Þetta má ekki verða fordæmi innan fræðasamfélagsins á Íslandi, þvert á móti verðum við að taka þessum ótíðindum sem áskorun um að auka kröfur til vandaðrar heimildavinnu.
mbl.is Átelur vinnubrögð Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mér þykir líka bréfið ótrúlega embættismannalegt og nánast óskiljanlegt frá rektor.

María Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er með ólíkindum, en maður veit svo sem að hún hefur fengið tiltal frá aðal...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband