Leita í fréttum mbl.is

hús með sál - eða allavega hljóð

skolahus3 Það er bara eitt sem getur orðið óþægilegt við vinnuaðstöðuna mína; þessar fáu stundir þegar húsið tekur undir með vindinum og ýlir mjóum rómi um napran vind á glugga. Það er reyndar meiri rödd í þessu húsi og það geymir sögur um lífið hér í nærfellt heila öld. Skrifstofan mín var áður heimavistarherbergi og kallað Mosfell, þar voru mest 4 strákar hefur mér skilist af mönnum sem hafa komið að vitja fornra slóða. Annars eru alltof miklar eyður í sögu staðarins þegar kemur að almúganum; skólapiltum, vinnufólki, ráðsmönnum og ráðskonum - það voru nú ekki bara biskupar hér á Hólum.

Viti konur og menn - haldiði ekki að húsið hafi steinhætt að væla rétt á meðan ég var að blogga þetta. Það er náttúrlega svo vant að virðingu sinni að það lætur þennan tón ekki um sig spyrjast! Svo gerist þetta nú svo sjaldan, hér er skjól í norðanáttinni og sunnanvindurinn sem getur orðið hvassastur á vorin og haustin er bara hnjúkaþeyr úr Tröllaskaganum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband