Leita í fréttum mbl.is

við, fólkið?

Ég geri athugasemd við það að grímuklæddir, nafnlausir einstaklingar kalli sig fulltrúa fólksins. Fólkið í lýðræðisríki þorir að taka ábyrgð á orðum sínum og gerðum, það þorir að horfa framan í hvert annað og tjá sínar skoðanir, það þorir að blogga undir nafni og það felur ekki andlit sitt í mótmælum. Það þarf þess ekki. Það er hinsvegar fólk í heiminum, líklega enn fleira fólk, sem raunverulega setur líf og limi að veði við að tjá skoðanir sínar. Það fólk býr ekki við óvinsæla ríksstjórn, það býr við harðstjórn. Við dekurrófurnar eigum ekkert með að líkja okkur við þá sem raunverulega búa við skoðanakúgun, örbirgð og harðstjórn. Með því erum við bara enn einu sinni að sýna fáfræði okkar og hroka gagnvart umheiminum.


mbl.is Mótmæli við Ráðherrabústaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kannski eru sumir þarna á meðal t.d í háskóla og vita sem er að það er eins gott að hafa verið þægur og hlýðinn til að fá vinnu síðar...og vilja þess vegna ekki þekkjast. Það vita allir sem vilja vita að þannig virka hlæutir á íslandi. Þó enginn vogi sér að segja það upphátt að harðstjórnin hér felst í klíkuskap og einkavinavæðingu. Svo einfalt. Og nú má sjá grímulaus valdið að störfum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.12.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þessi mótmæli eru farinn að ganga of langt.  Lætin á Alþingi í gær og svo við ráðherrabústað í dag.  Það vinnst ekkert með svona látum.

Þórður Ingi Bjarnason, 9.12.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Katrín, það eru einmitt heybrækurnar sem þú lýsir sem grafa undan lýðræðinu. Það er tími til kominn á Íslandi að fólk tali hreint út - í eigin nafni og standi með sjálfu sér. Til þess þarf fólk að taka hiklaust og persónulega þátt í pólitík án þess að fela sig - hvort sem það er nú bakvið grímu, dulnefni eða bankaleynd. Það að axla ábyrgð er að persónugera hlutina með því að setja sína persónu í orsakasamhengið - viltu banna það nafnlausi kreppukall? Úr því að þú treystir þér ekki til að standa á bakvið það sem þú skrifar hlýtur þú að skilja ósköp vel hvað aðrir eru lítið fyrir að standa við sín orð.

Guðrún Helgadóttir, 9.12.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband