Leita í fréttum mbl.is

múlbundnir, latir

eða illa hæfir eins og Þorbjörn Broddason ýjaði að í viðtali við sjónvarpið (RUV) í fréttum í gær? Allavega er úrvinnsla fjölmiðla á varnarræðu stjórnmálamannsins Davíðs Oddssonar ekki uppá marga fiska. Flestir láta sér nægja að birta orðrétt kafla úr ræðunni - en virðast ekki farnir að lesa ræðurnar og fundargögnin sem hann vitnar í til þess að skoða í hvaða samhengi þessir bútar sem hann tínir saman, stóðu upphaflega. Það virðist bara hafa náðst í Össur til að spyrja út í meint heyrnarleysi annarra ráðamanna en Davíðs sjálfs.

Hvar eru nú rannsóknarblaðamennirnir sem væru farnir að leita að ræðunni þar sem Davíð tilkynnti þá stefnu að Ísland yrði miðstöð fjármála og viðskipta á heimsmælikvarða, sem væru farnir að rýna í umræður á Alþingi um þau frumvörp sem urðu að núgildandi lögum t.d. um Fjármálaeftirlitið og ákvörðunina um að leggja Þjóðhagsstofnun niður?

Fjölmiðlafólk með tilfinningu fyrir sögunni og stóra samhenginu er allt of fátt; enda geltir varðhundur almennings jafnt að bréfberanum sem ræningjanum, béff béff og dillar svo skottinu tiltölulega ánægður með síðustu klippingu og þvott...


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband