Leita í fréttum mbl.is

lúpína

er umdeild jurt en hún hefur unnið á í mínum huga eftir því sem ég kynnist henni nánar. Í fyrsta lagi er mér hlýtt til hennar af því systir mín hafði svo gott af lúpínuseyði þegar hún var í meðferð við krabbameini. Og svo er ótrúlega skemmtilegt að ríða gegnum lúpínubreiðu. Í fyrrakvöld riðum við Helgi niður í Tungu (milli Kolbeinsdalsár og Hjaltadalsár) um sólarlag á þá verður liturinn auðvitað ótrúlegur að ekki sé tala um ilminn. Svona er þetta, nýir gestir í náttúrunni verða smám saman heimakomnir hvort sem er um að ræða jurtir eða dýr sem ná hér fótfestu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið afskaplega er ég mikið sammála þér í þessu máli. Þetta er alveg óhemju falleg og nytsöm jurt

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 19:13

2 Smámynd: Stefán Gíslason

En vont þegar hún breiðir sig yfir náttúrulegan lággróður sem fyrir er og dregur þannig úr líffræðilegri fjölbreytni og afmáir einkenni landsins. Ég óttast að við munum standa frammi fyrir alvarlegum lúpínuvanda á næstu 10-20 árum!

Stefán Gíslason, 9.7.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband