Leita í fréttum mbl.is

hnegg hrossagauksins

er einn af vorboðunum og þegar ég var lítil kenndu foreldrar mínir mér þá þjóðtrú að það hefði spádómsgildi úr hvaða átt maður heyrði hneggið fyrst á vorin. Nú man ég þetta svolítið óljóst en er nokkuð viss um að vilja heldur heyra hann í austri; auðnugaukinn eða suðri; sælugaukinn heldur en norðri nágauk eða vestri vælugauk.

Nú veit ég ekki hverju skal trúa á þessu vori. Í nótt kvakaði hrossagaukur þessi ósköp sunnan undir svefnherbergisglugganum okkar - en hneggjaði ekki. Og í morgun kíkti ég á vef Háskólans á Hólum og er þar ekki komin frásögn og hljóðupptaka af hneggi gauksins. Þannig að fyrsta hrossagaukshneggið sem ég heyrði á þessu vori var úr tölvunni - sem er reyndar sunnan við mig þar sem ég sit norðan við lyklaborðið... Ætli mér sé óhætt að taka þetta tvennt til marks um að fyrir þessu sumri spái sælugaukur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já eigum við ekki að segja það, uns annað kemur í ljós.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2008 kl. 14:20

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Sælugaukur! Ekki spurning!

Stefán Gíslason, 25.4.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband