Leita í fréttum mbl.is

meirihlutinn er á móti fyrirætlunum eigenda

eða 69,1%, þ.e. annarsvegar þau 27,6% sem vilja friðun og þau 41,5% sem vilja hús sem falla að núverandi götumynd. Það er semsagt hreinn meirihluti gegn því að gera neðanverðan Laugaveg að þröngri og skuggalegri götu, boru þar sem sólin skín ekki. Sem er ekkert skrýtið.

Ef fyrirhugaðir gestir hótelsins umrædda væru spurðir hvort þeir vildu eyða byggingasögulegum minjum frá 19. öld til að geta gist á reitnum er ég líka hrædd um að þeir yrðu tvístígandi. Það er sannarlega að míga í skóinn sinn að byggja hótel í miðbæ og rífa niður það sem gerir hann sögulegan og sérstæðan í leiðinni. Það kemur enginn gagngert til Reykjavíkur til að gista á hóteli, fólk kemur af því að það á erindi í borgina - meðal annars að njóta gamla borgarhlutans. Rétt eins og við kaupum kynningu ferðaskrifstofa á því hvað aðrar evrópskar borgir státi af fallegum og vel uppgerðum gömlum borgarhlutum - gjarnan miðborgunum og sækjum þær heim frekar en hinar sem misstu andlitið á sínum tíma.


mbl.is Meirihlutinn vill ný hús við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Þessar reiknikúnstir sem þú iðkar þarna voru í mínu ungdæmi kölluð "hundalógík"

Sveinn Ingi Lýðsson, 10.1.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Eins og stendur í fréttinni -> "79,8% tóku afstöðu af 600 manna úrtaki"

Getum við þá ekki sagt miðað við "nýjustu" reiknikúnstir, að 79,8% af 600 manns vilji hafa einhverjar byggingar á reitnum Laugavegur 4-6 ?

600 manns af 118 þús reykvíkingum er um 0,51% reykvíkinga.

og 600 manns eru tæplega 0,2% af þjóðinni.

Eigum við ekki bara að henda þessu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu ?

Ég er ekki á því, að þessi hús séu mesta prýði höfuðborgarinnar, og held reyndar að þau verði það aldrei.

Búið að vera í niðurníslu síðustu 70 árin, og enginn kvartað fyrr en nú, þegar það á að rífa þessa útikamra.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 10.1.2008 kl. 14:34

3 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Já Ingólfur, það var líka farið háðulegum orðum um Bernhöftstorfuna á sínum tíma. Enda var hún ekki bæjarprýði í höndunum á eigendum sem höfðu ekki áhuga á að halda húsunum við. Vildirðu vera án þeirra í dag?

Guðrún Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 14:57

4 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það á að varðveita þessi hús.  Ef við rífum öll gömul hús til að geta byggt stórhýsi þá erum við um leið að henda frá okkur menningarminjum.  Saga þjóðarinnar og byggingalist sést á þeim húsum sem við höfum byggt gegnum tíðina.  Við eigum að gera við þessi hús þannig að þau verði Laugaveiginum og Reykjavík til sóma þannig getum við fengið Erlenda ferðamenn til að sjá gömlu húsin í Reykjavík. 

Þegar er farið erlendis þá er oft merkilegast að komast í gamla hlutann í þeim borgum sem farið er til, eigum við Íslendingar ekki geta sýnt ferðamönum okkar gamla hluta sem er um leið aðalverslunargatan á íslandi. 

Stórt Hótel á þessum reit myndi skemma Laugaveginn þar sem enginn  aðstaða er fyrir svoleiðis starfsemi á þessum stað.

Þórður Ingi Bjarnason, 10.1.2008 kl. 17:07

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Og borga eigendum lóðanna sviminháar bætur?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 20:37

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég vil halda í eins mikla sögu af húsum Íslands eins og hægt er hvort sem þau verða á sínum upphafsstað eða annars staðar:

Það er alveg ljóst að það marg borgar sig - engir kumbaldar sem byggðir eru upp á byggingamagnið koma betur út. Ég er lika viss um að við eigum eftir að brjóta mörg steinsteypt hús niður á næstu árum bara vegana byggingmagns sem gæti nýst á byggingareit.

Edda Agnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband