Leita í fréttum mbl.is

Jorvik

Ég var á Englandi í síðustu viku og ákvað sem prófessor í menningartengdri ferðaþjónustu að bregða mér til York og skoða Jorvik víkingasýninguna sem er byggð á fornleifauppgreftri sem hófst þegar verið var að reisa verslunarmiðstöð í miðbænum. Þetta er nú frekar lítil sýning en að ýmsu leyti ágæt. Það er smá húmor í þessu á köflum, en kannski svolítið byggður á staðalmyndum: Það er búið að gera brúður byggðar á tilgátum um útlit þeirra einstaklinga sem hafa verið grafnir upp. Þessar brúður eru svo í eftirgerðinni af víkingabænum, uppteknar við ýmis störf - nema tveir smiðir sem sitja og gæða sér á nestinu sínu að því er virðist. Handan við stíginn stendur kona og lætur móðan mása og virðist vera að segja smiðunum alveg krassandi kjaftasögu eftir málrómnum að dæma. Annar smiðurinn hlustar af áhuga og segir annað slagið: Nú? Jaá, nújá?vikings1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband