Leita í fréttum mbl.is

göngur og réttir

ég segi nú bara eins og skáldið forðum: Eins mig fýsir alltaf þó, aftur að fara í göngur... Það er á morgun sem bændur og búalið í Viðvíkursveit og Hólahrepp hinum forna smala. Ég er ekki bóndi og tæplega búalið, en fæ samt að smala. Það er ótrúlega skemmtilegt, jafnvel í fyrra þegar við riðum frameftir með húðaslagveðursrigningu í bakið og hún breyttist í slyddu þegar ofar dró... Mér varð hugsað til forfeðra okkar og formæðra. Úr því þau höfðu þetta oftast af - þá var mér engin vorkunn á stríðaldri meri, stríðalin sjálf og í skjólfötum sem þekktust ekki þá. Svo hitnar manni náttúrlega af smalaæðinu! Við Grána förum fram á Kolbeinsdal á eftir og  vonandi á Heljardal á morgun. Séð af Elliða yfir Kolbeinsdal í Heljardal á sumardegi.

HeljardalursedafEllida


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Vonandi verður þokalegt veður á morgun.  Ég ætla að fylgjast með þegar við laufskála.

Þórður Ingi Bjarnason, 7.9.2007 kl. 16:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú mátt alveg segja okkur hvenig gekk allt saman, smá smalafréttir og jafnvel myndir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2007 kl. 12:17

3 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Það var nú ekki hægt að taka mikið af myndum - ég var alltof upptekin að smala. Við þurfum að reka féð yfir Kolbeinsdalsána sem er jökulá (kemur af Tungnahrygg) og víða straumhörð. Það krefst eiginlega óskiptrar athygli og einbeitingar - ekkert pláss fyrir ljósmyndara!

Guðrún Helgadóttir, 14.9.2007 kl. 13:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ókey mín kæra skil þig.   Þetta hefur nú samt verið ævintýri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband