Leita í fréttum mbl.is

Góðir dagar í Dölunum!

Ég er nýkomin úr hestaferð um Dalina - takk Dalamenn fyrir frábærar móttökur og að sýna okkur allar þessar fínu reiðleiðir; leirur, vellir, bakkar, heiðar og auðvitað alltaf sól! Það var yndislegt að á í Ljárskógaseli og rifja upp kvæði Jóhannesar úr Kötlum, jafnvel þó minnið brysti óþarflega... Að ríða niður með Fáskrúð sem er reyndar hin skrautlegasta og ekki er þá Skrauma síðri í litadýrðinni. Leirurnar í botni Hvammsfjarðar eru frábærar enda fór þar hver klár á þeim kostum sem hann (eða knapinn) kunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef að vísu ekki farið þarna ríðandi.  En maður sér bara hve landið liggur vel fyrir hestamönnum.  Ég fór aftur á móti fyrir mörgum árum síðan ríðandi í hálfsmánaða ferð um Hornstrandir og Djúpið og yfir Glámu til Dýrafjarðar.  Meiriháttar ferð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband