Leita í fréttum mbl.is

Hvað er bakvið fjöllin háu í Langadal?

Það grunar fáa sem renna þjóðveg eitt um Langadalinn í Austur-Húnavatnssýslu, hvað það er fjölbreytt og fallegt landslag bakvið fjöllin háu austan megin dalsins. Það er þó orðið auðveldara að gera sér það í hugarlund og jafnvel njóta þess aðeins með því að leyfa sér að stoppa við eitt af skiltunum sem hafa verið sett upp á stöku stað við veginn. Á þeim eru kort af svæðinu milli Langadals og Skagafjarðar, dölum sem nú eru í eyði: Laxárdal, Víðidal, Hryggjadal, Ytri og Fremri-Rangala og hvað þeir nú allir heita. Laxárdalurinn endar á móts við Húnaver og útí Refasveit utan við Blönduós. Landslagið er æði fjölbreytt einkum vestan til á svæðinu þar sem er gömul megineldstöð með tilheyrandi litaspili í berginu. Vel geymt leyndarmál í alfaraleið - mæli með því að útvega sér göngukort og eyða að minnsta kosti degi í að skoða svæðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Get hiklaust mælt með þessu svæði, fórum þarna familían fyrir nokkrum árum, úr Laxárdal (handan Langadalsfjalla:), gegnum Litla-Vatnsskarð og gistum á Þúfnavöllum í Víðidal, skála Ferðafélags Skagfirðinga. Daginn eftir var gengið norður Víðidalinn, skáhallt vestan í Hryggjarfjalli og niður í Kálfardal, þar sem mútta sótti okkur. Fín tveggja daga ferð, ca 15 km hvor leggur, og tiltölulega létt (krakkarnir voru 8 og 10 ára). Þær eru víða perlurnar að fjallabaki :)

Jón Þór Bjarnason, 22.7.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband