Leita í fréttum mbl.is

hátíðir og stúdínan okkar

jóhanna útskriftVerð að sýna heiminum þessa fínu mynd af stelpunni minni henni Jóhönnu Thorarensen með hvítan koll, hún er til vinstri á myndinni. Það var mikið um dýrðir í tilefni af útskriftinni - flott hvernig útskrift og útskriftarafmæli setja alveg sérstakan blæ á hátíðahöldin á Akureyri á 17. júní.

Það verður nefnilega að viðurkennast að víða um land einkennast hátíðahöld sautjánda júní svolítið af sömu gömlu rullunni og hefur ekki einu sinni tekist að varðveita hátíðablæinn. Þarna kemur saman persónuleg hátíð hjá 135 manns og þeirra fólki og að bærinn skartar sínu besta í tilefni bæði þjóðhátíðar og útskriftar.

Hér í Skagafirði var brotið uppá því nýmæli að hafa ein hátíðahöld, á Sauðárkrók sem er stærsta hverfið  í sveitarfélaginu - en tilefnið var þó aðallega 100 ára afmæli UMF Tindastóls. Ég var með fjölskyldunni á Akureyri en frétti að þetta hefði verið mjög glæsilegur 17. júní á Króknum og ég vona bara að við getum haldið áfram að hafa eina góða þjóðhátíð allra skagfirðinga - að ekki sé minnst á Sæluviku, víkingahátíð, Jónsmessuhátíð á Hofsósi (um næstu helgi), Hólahátíð, stóðréttir, kóramót, þrettándaball, þorrablót og svo aftur Sæluviku!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með dótturina. Hún er glæsileg.

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2007 kl. 20:28

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Takk - og svo er hún líka klár og skemmtileg!

Guðrún Helgadóttir, 22.6.2007 kl. 13:35

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Til Hamingju með Dótturina.  

Þórður Ingi Bjarnason, 22.6.2007 kl. 19:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með dóttur þína Guðrún mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband