Leita í fréttum mbl.is

vífilfell og samstarfsaðilar: látið verkin tala

það var flott að siðanefnd auglýsingastofa tók af skarið um að Zero auglýsingarnar eru kvenfyrirlitning og það var líka flott að stjórnendur Vífilfells skyldu samþykkja þann úrskurð og biðjast afsökunar á þessari fáranlegu herferð. En það er ekki nóg að segja fyrirgefðu, orðum þurfa að fylgja athafnir: Það þarf að taka niður auglýsingarnar sem var búið að senda í allar sjoppur hringinn í kringum landið. Þar sem ég er vinur vegasjoppunnar segi ég ekki hvar ég rakst á eina , fréttir berast að austan og norðan um að þetta hangi enn uppi. Taka til Vífillfell og samstarfsaðilar, gera hreint fyrir sínum dyrum þið eruð búin að segja að þetta sé ótækt efni - takið það úr umferð (þá væri smuga að maður keypti Zero...)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað ef þú segir A, skaltu líka segja B.. það er bara þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 17:54

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Skrifaðu um þetta inn á feminístalistann - samræmdar aðgerðir hafa komið vel út eftir umræður þar!

Edda Agnarsdóttir, 15.6.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband